Kia Stinger GT vs. Panamera og BMW 640i Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 10:38 Kia Stinger GT á greinilega í fullu tré við stóru stákana sem kosta miklu meira. Mikið er þessa dagana fjallað um hinn nýja Kia Stinger GT sportbíl og erlendir bílavefir hafa borið hann saman við miklu dýrari bíla og yfirleitt fengið út þá niðustöðu að hinn fremur ódýri Kia Stinger GT standi mörgum helmingi dýrari bílum að sporði. Bílavefurinn Motor1.com bar saman Kia Stinger GT við Porsche Panamera 3,0L V6 og BMW 640i Gran Coupe M Sport nýlega og fékk út athygliverða niðurstöðu. Í Bandaríkjunum kostar Panamera bíllinn 90.900 dollara, BMW 640i 89.195 dollara, en Kia Stinger GT 41.250 dollara, eða minna en helminginn af hinum tveimur. Í prufunum á þessum bílum kom BMW 640i Gran Coupe M Sport talsvert verst út og tapa fyrir hinum tveimur á öllum sviðum, en Kia Stinger GT og Porsche Panamera bílarnir skiptu á milli sín sigrunum í hinum ýmsu prófunum á bílunum. Alls ekki slæmt fyrir bíl sem kost minna en helminginn af hinum tveimur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þennan samanburð bílanna þriggja. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent
Mikið er þessa dagana fjallað um hinn nýja Kia Stinger GT sportbíl og erlendir bílavefir hafa borið hann saman við miklu dýrari bíla og yfirleitt fengið út þá niðustöðu að hinn fremur ódýri Kia Stinger GT standi mörgum helmingi dýrari bílum að sporði. Bílavefurinn Motor1.com bar saman Kia Stinger GT við Porsche Panamera 3,0L V6 og BMW 640i Gran Coupe M Sport nýlega og fékk út athygliverða niðurstöðu. Í Bandaríkjunum kostar Panamera bíllinn 90.900 dollara, BMW 640i 89.195 dollara, en Kia Stinger GT 41.250 dollara, eða minna en helminginn af hinum tveimur. Í prufunum á þessum bílum kom BMW 640i Gran Coupe M Sport talsvert verst út og tapa fyrir hinum tveimur á öllum sviðum, en Kia Stinger GT og Porsche Panamera bílarnir skiptu á milli sín sigrunum í hinum ýmsu prófunum á bílunum. Alls ekki slæmt fyrir bíl sem kost minna en helminginn af hinum tveimur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þennan samanburð bílanna þriggja.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent