Setja ætti 18 ára aldurstakmark á notkun flugelda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:00 Sigurður Ásgrímsson yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar segir að margt þurfi að varast þegar kemur að flugeldanotkun. Vísir/Vilhelm „Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“ Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“
Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00
Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00