Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2018 11:59 Þykk mengunarþoka lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. Ný rannsókn bendir til að lág gildi loftmengunar í skamman tíma leiði til aukinnar dánartíðni. Vísir/Egill Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum. Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
Vísindamenn við Harvard-háskóla hafa tengt skammtíma loftmengun við ótímabær dauðsföll eldri borgara í Bandaríkjunum. Eldra fólk sem andar að sér fínum mengunarögnum og ósoni í skamman tíma, jafnvel þó að styrkurinn sé vel undir heilsumörkum, er líklegra til að deyja fyrir aldur fram. Í frétt á vef Harvard-háskóla kemur fram að fyrri rannsóknir hafi tengt aukna dánartíðni við fínt svifryk (PM 2,5) og óson. Ný rannsókn vísindamanna við Harvard er sögð sú ítarlegasta á fólki sem verður fyrir mengun í skamman tíma og áhrif þess á dánartíðni. Grein um rannsóknina birtist í Riti læknafélags Bandaríkjanna (JAMA) á öðrum degi jóla. „Við komumst að því að dánartíðni eykst nánast línulega eftir því sem loftmengun eykst. Öll loftmengun, alveg sama hversu lítil hún er, er skaðleg heilsu manna,“ segir Francesca Dominici, prófessor í líftölfræði og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Vísindamennirnir notuðu líkan um dreifingu loftmengunar yfir Bandaríkjunum og tengdu gögnin við tölur um dánartíðni yfir þrettán ára tímabil. Niðurstaða þeirra var að dánartíðnin jókst um 1,05% fyrir hver tíu míkrógrömm fínna rykagna í rúmmetra.Leiðir til hundruð dauðsfalla aukalega á ári Þó að hlutfallshækkunin sé tiltölulega lág þýðir hún að hækkun í gildi fínnar loftmengunar um 1 míkrógramm á rúmmetra leiddi til 550 dauðsfalla til viðbótar á ári og rúmlega sjö þúsund á þrettán ára tímabili rannsóknarinnar. Dánartíðni jókst einnig með auknum styrk ósons. Qian Di, aðalhöfundur annarrar rannsóknar á langtímaáhrifum loftmengunar á dánartíðni fólks frá því í sumar, telur að niðurstöður nýju rannsóknarinnar um skammtímaáhrif ættu að vera Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilefni til að endurmeta loftgæðaviðmið. Töluverð umræða hefur verið um loftmengun af völdum flugelda á Íslandi í kringum þessi áramót. Mikil notkun flugelda í bland við óhagstæðar veðuraðstæður olli því að hæstu sólahringsgildi svifryksmengunar frá upphafi mælinga mældust á fyrstu klukkustund ársins við Grensásveg í Reykjavík. Styrkurinn var meiri en í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.
Flugeldar Vísindi Tengdar fréttir Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Sjá meira
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36