Ingi Þór um stigalausa leikhlutann: Sorglegt að bjóða upp á þetta 6. janúar 2018 21:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00
Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33