Curry bauð uppá skotsýningu gegn Clippers Magnús Ellert Bjarnason skrifar 7. janúar 2018 09:30 Curry og Durant fylgdust glaðir með í fjórða leikhluta. Vísir // Getty Meistarar Golden State Warriors léku á alls oddi í nótt og unnu sannfærandi útisigur á slöku liði Los Angeles Clippers, 121-105. Var þetta tíundi útisigur Warriors í röð, sem hafa unnið 17 af síðustu 19 leikjum sínum. Kevin Durant kom ekki við sögu vegna meiðsla en það kom ekki að sök fyrir Warriors. Steph Curry sá til þess en hann bauð áhorfendum í Staples Center höllinni í Los Angeles uppá skotsýningu; skoraði 45 stig, þar af 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum.Steph went OFF against the Clippers 30 MINS 45 PTS (11/21FG, 8 threes) 6 REBS 3 ASTS 3 STLS pic.twitter.com/Q8B4HYY3ba — Bleacher Report (@BleacherReport) January 6, 2018 Curry þurfti ekki einu sinni að spila í fjórða leikhluta til að afreka þetta en forysta Warriors var orðin það mikil eftir þriðja leikhluta að Curry tók sér þá sæti á bekk liðsins og hvíldi lúin bein. Besti leikmaður Clippers og stærsta stjarna þeirra, Blake Griffin, fékk heilahristing í fyrsta leikhluta eftir að hann datt harkalega á olnboga JaVale McGee í liði Warriors og kom ekki meira við sögu. Boston Celtics unnu nauman sigur á heimavelli gegn Brooklyn Nets, 87-85. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics með 21 stig en nýliðinn Jayson Tatum, sem hefur verið frábær í vetur, tryggði þeim grænklæddu sigurinn með mikilvægum körfum á lokamínútum loksins.The rook is CLUTCH. Two huge plays by Tatum down the stretch. pic.twitter.com/5jSomTJiGB — Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2018 Var þetta sjötti sigur Celtics í röð, sem halda næst til London þar sem þeir mæta Philadelphia 76 ers.Öll úrslit næturinnar: L.A. Clippers - Golden State Warriors: 105-121 Boston Celtics - Brooklyn Nets: 87-85 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers: 127-131 Detroit Pistons - Houston Rockets: 108-101 Indiana Pacers - Chicago Bulls: 125-86 Washington Wizards - Milwaukee Bucks: 103-110 Minnesota Timbervolwes – New Orleans Pelicans: 116-98 Sacramento Kings – Denver Nuggets:106-98 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Meistarar Golden State Warriors léku á alls oddi í nótt og unnu sannfærandi útisigur á slöku liði Los Angeles Clippers, 121-105. Var þetta tíundi útisigur Warriors í röð, sem hafa unnið 17 af síðustu 19 leikjum sínum. Kevin Durant kom ekki við sögu vegna meiðsla en það kom ekki að sök fyrir Warriors. Steph Curry sá til þess en hann bauð áhorfendum í Staples Center höllinni í Los Angeles uppá skotsýningu; skoraði 45 stig, þar af 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr 8 af 16 þriggja stiga skotum sínum.Steph went OFF against the Clippers 30 MINS 45 PTS (11/21FG, 8 threes) 6 REBS 3 ASTS 3 STLS pic.twitter.com/Q8B4HYY3ba — Bleacher Report (@BleacherReport) January 6, 2018 Curry þurfti ekki einu sinni að spila í fjórða leikhluta til að afreka þetta en forysta Warriors var orðin það mikil eftir þriðja leikhluta að Curry tók sér þá sæti á bekk liðsins og hvíldi lúin bein. Besti leikmaður Clippers og stærsta stjarna þeirra, Blake Griffin, fékk heilahristing í fyrsta leikhluta eftir að hann datt harkalega á olnboga JaVale McGee í liði Warriors og kom ekki meira við sögu. Boston Celtics unnu nauman sigur á heimavelli gegn Brooklyn Nets, 87-85. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics með 21 stig en nýliðinn Jayson Tatum, sem hefur verið frábær í vetur, tryggði þeim grænklæddu sigurinn með mikilvægum körfum á lokamínútum loksins.The rook is CLUTCH. Two huge plays by Tatum down the stretch. pic.twitter.com/5jSomTJiGB — Bleacher Report (@BleacherReport) January 7, 2018 Var þetta sjötti sigur Celtics í röð, sem halda næst til London þar sem þeir mæta Philadelphia 76 ers.Öll úrslit næturinnar: L.A. Clippers - Golden State Warriors: 105-121 Boston Celtics - Brooklyn Nets: 87-85 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers: 127-131 Detroit Pistons - Houston Rockets: 108-101 Indiana Pacers - Chicago Bulls: 125-86 Washington Wizards - Milwaukee Bucks: 103-110 Minnesota Timbervolwes – New Orleans Pelicans: 116-98 Sacramento Kings – Denver Nuggets:106-98
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira