Úlfar var kýldur fyrir að vera samkynhneigður: „Þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2018 15:06 Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag. Honum er brugðið en vonast til að atvikið verki sem vitundarvakning. Vísir/Úlfar viktor Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira