Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2017 14:06 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu. Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áminnti í dag pólsk stjórnvöld fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps stjórnarinnar sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. Svo virðist sem að framkvæmdastjórn ESB hafi misst þolinmæðina gagnvart íhaldsstjórninni sem er við völd í Póllandi og telur óhæði dómstóla í hættu með frumvarpinu. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir það miður að framkvæmdastjórnin hafi þurft að grípa til þessara aðgerða en að ekkert annað hafi verið í stöðunni. Málið snúi að einingu sambandsins.Ungverjar á bremsunni Til að hægt yrði að refsa Pólverjum með því að beita 7. grein Lissabon-sáttmálans og svipta Pólverjum atkvæðisrétti í ráðherraráðinu, hefði þurft til samhljóða ákvörðun allra aðildarríkja, að Pólverjum frátöldum. Stjórnvöld í Ungverjalandi eru hins vegar ekki sammála mati framkvæmdastjórnarinnar og gengur hún því ekki lengra en að segja að það sé „skýr hætta“ á að Pólverjar brjóti gegn grunngildum sambandsins um lýðræði.Án fordæmis Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin beitir því ráði að áminna aðildarríki með þessum hætti og undir þessum kringumstæðum. Framkvæmdastjórnin hefur veitt pólskum stjórnvöldum þrjá mánuði til að gera breytingar á frumvarpi sínu og hefur forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki sagst reiðubúinn að eiga samtal við framkvæmdastjórnina.Með frest til 5. janúar Póllandsstjórn hefur áður sagt nauðsynlegt að staðfesta frumvarpið þar sem dómstólar landsins starfi ekki með skilvirkum hætti og þörf sé á umbótum. Andrzej Duda Póllandsforseti hefur frest til 5. janúar næstkomandi til að ákveða hvort hann staðfesti lögin eða beiti neitunarvaldi sínu.
Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira