Mercedes Benz selur í Agusta Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 16:07 Agusta AMG hjól og Mercedes Benz AMG bíll í bakgrunni. Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma. Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent
Mercedes Benz hefur selt öll hlutabréf sín í ítalska mótorhjólaframleiðandanum Agusta en Mercedes Benz átti fjórðungshlut í fyrirtækinu. Nú á eignarhaldsfélagið MV Agusta Holding Company öll bréfin í Agusta og er það að mestu í eigu rússneskra aðila. Agusta var stofnað árið 1945 en þurfti viðamikla endurreisn árið 1997 eftir mikil fjárhagsvandræði. Miklar eignasviptingar hafa verið á Agusta en fyrirtækið var keypt af Proton sem var í malasískri eigu og átti þá einnig breska sportbílaframleiðandann Lotus. Þá var Agusta selt til svissnesks fjármálafyrirtækis sem seldi Husquarna hluta Agusta til BMW. Á tímabili eignaðist Harley Davidson hluta í Agusta en seldi þann hlut skömmu síðar. Mercedes Benz keypti svo fjórðungshlut sinn árið 2014 og voru það talin viðbrögð við kaupum Audi á Ducati á þeim tíma.
Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent