Innlendur fréttaannáll Fréttablaðsins: Hvarf Birnu, #MeToo og skammlífasta ríkisstjórnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Blóm og kerti voru lögð við Kirkjuhúsið á Laugavegi þar sem Birna sást síðast á lífi. vísir/Ernir Öll þjóðin slegin óhug vegna hvarfs Birnu Sunnudaginn 15. janúar síðastliðinn var lýst eftir Birnu Brjánsdóttur, liðlega tvítugri konu, sem þá hafði ekkert spurst til frá því á aðfaranótt laugardagsins. Birna hafði hitt vinkonur sínar á skemmtistaðnum Húrra en síðan yfirgefið þær, fengið sér að borða á Ali Baba og svo gengið upp Laugaveginn, þar sem hún sást á myndavélum við Kirkjuhúsið. Allsherjarleit að Birnu hófst svo á mánudegi. Grunur beindist fljótlega að rauðum Kia Rio bíl sem vitað var að hafði verið ekið niður Laugaveginn á sama tíma og Birna var þar gangandi. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að grænlenskur sjómaður á togaranum Polar Nanoq hafði tekið rauða Kia Rio bílinn á leigu. Þegar tveir bræður fundu skó Birnu á hafnarbakkanum í Hafnarfirði varð það til þess að styrkja grun lögreglu um að skipverjar á togaranum tengdust hvarfi hennar. Polar Nanoq, sem þá var á leið til Grænlands, var snúið aftur í átt til Íslands og tveir skipverjar handteknir. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum þeirra var síðan sleppt.Thomas Møller Olsen var hins vegar ákærður fyrir morðið og fyrir smygl á um 20 kílóum af hassi sem fundust í skipinu. Hinn 29. september var hann fundinn sekur um morðið og fíkniefnasmyglið í Héraðsdómi Reykjaness. Hann var dæmdur í 19 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing sem manni hefur verið dæmd frá árinu 1994. Thomas hefur ávallt neitað sök og hefur áfrýjað niðurstöðunni. Búist er við að réttað verði í málinu í Landsrétti snemma á næsta ári. Öll þjóðin syrgði eftir að Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í sjónum við Selvogsvita. Vinkonur lýstu henni sem einstökum vin. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana,“ sagði Matthildur Soffía Jónsdóttir, vinkona hennar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagðist ganga í gegnum erfiðleikana með styrkleika hennar í huga. „Fegurðin í minningu hennar hjálpar mér. Ástin til hennar stýrði mér og kom mér í gegnum erfiðustu vikur lífs míns,“ sagði Sigurlaug við Fréttablaðið.Mikil röð var fyrstu dagana fyrir utan verslun Costco í Kauptúni.Vísir/eyþórCostco var opnað í Kauptúni Opnun vöruhúss Costco hér á landi átti sér þriggja ára aðdraganda. Verslunin var opnuð með pompi og pragt hinn 23. maí og hefur verið örtröð í versluninni síðan þá. Áður en hún var opnuð höfðu að minnsta kosti 35 þúsund Íslendingar keypt sér aðildarkort að versluninni. Lágt eldsneytisverð á bensínstöð Costco vekur ekki síst athygli, en forsvarsmenn annarra olíufélaga segjast ekki geta keppt um hagstæðara verð. Í byrjun júní birti Fréttablaðið frétt upp úr gögnum Meniga sem bentu til þess að velta Costco hefði verið meiri en velta allra verslana Bónuss fyrstu dagana eftir opnun.30 prósenta hlutur í Arion banka var seldur.30 prósenta hlutur í Arion banka seldur Hinn 20. mars síðastliðinn var tilkynnt að bandaríski bankinn Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir hefðu keypt nærri 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir 49 milljarða króna. „Við erum að horfa á þessi kaup sem fjárfestingu til meðallangs eða langs tíma,“ sagði Frank Brosens, eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital. Einnig var samið um kauprétt sömu aðila á 22 prósenta hlut til viðbótar. Viðskiptin voru gagnrýnd, meðal annars á grundvelli þess að ekki lægi ljóst fyrir hverjir endanlegir kaupendur væru. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði til á Alþingi að ríkið nýtti sér heimild til forkaupsréttar á hlutnum. Endurskipulagning bankakerfisins var eitt helsta stefnumál Miðflokksins, flokks Sigmundar, í kosningabaráttunni sem fór í hönd.Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í janúar.vísir/vilhelmBjarni leiðir ríkisstjórn Tæpum tveimur og hálfum mánuði eftir alþingiskosningarnar 2016 var nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntur. Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni hinn 11. janúar síðastliðinn. Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, varð fjármála- og efnahagsráðherra og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, varð heilbrigðisráðherra. Ellefu ráðherrar sátu í ríkisstjórninni. Þar af sex frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Í júní var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gagnrýnd harðlega fyrir að neita að veita bæði þolendum Róberts Downey og fjölmiðlum gögn er vörðuðu uppreist æru hans. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í ValhöllVísir/ErnirSkammlífasta ríkisstjórn lýðveldisins Hinn 14. september upplýsti fréttavefurinn Vísir svo að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefði veitt dæmdum kynferðisbrotamanni, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, umsögn þegar Hjalti sótti um uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra viðurkenndi þann sama dag að hafa veitt Bjarna upplýsingar um málið um sumarið. Samstundis var boðað til fundar í stjórn Bjartrar framtíðar vegna trúnaðarbrests sem forystumenn flokksins töldu að væri kominn upp. Á fundinum var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu.Gengið var til kosninga 28. október. Niðurstaðan varð sú að Björt framtíð fékk engan þingmann kjörinn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengu hins vegar kjörna menn. Þar með höfðu átta stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi, fleiri en nokkru sinni fyrr. Stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata skiluðu ekki árangri og hófust þá viðræður milli VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur tók svo við 30. nóvember.Við lestur frásagna kvenna í Borgarleikhúsinu 10. desember.vísir/stefánÍ skugga valdsins Þrjár stjórnmálakonur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hanna María Sigmundsdóttir, sögðu frá valdbeitingu karla í stjórnmálum í opinskáum fjölmiðlaviðtölum hinn 21. nóvember. Skoruðu þær á forystumenn stjórnmálaflokkanna að bregðast við. Konur úr fjölmörgum starfsstéttum fylgdu í kjölfarið. Með hverri áskorun hafa fylgt lýsingar á óviðurkvæmilegri hegðun karlmanna gagnvart konum og í mörgum tilfellum alvarlegu ofbeldi sem karlmenn eru sakaðir um að hafa beitt konur. Eftir að byltingin sem fékk heitið #metoo – Í skugga valdsins hófst hér á landi eru dæmi um að karlmenn hafi sagt upp störfum eða verið vikið úr störfum vegna framkomu sinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Öll þjóðin slegin óhug vegna hvarfs Birnu Sunnudaginn 15. janúar síðastliðinn var lýst eftir Birnu Brjánsdóttur, liðlega tvítugri konu, sem þá hafði ekkert spurst til frá því á aðfaranótt laugardagsins. Birna hafði hitt vinkonur sínar á skemmtistaðnum Húrra en síðan yfirgefið þær, fengið sér að borða á Ali Baba og svo gengið upp Laugaveginn, þar sem hún sást á myndavélum við Kirkjuhúsið. Allsherjarleit að Birnu hófst svo á mánudegi. Grunur beindist fljótlega að rauðum Kia Rio bíl sem vitað var að hafði verið ekið niður Laugaveginn á sama tíma og Birna var þar gangandi. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að grænlenskur sjómaður á togaranum Polar Nanoq hafði tekið rauða Kia Rio bílinn á leigu. Þegar tveir bræður fundu skó Birnu á hafnarbakkanum í Hafnarfirði varð það til þess að styrkja grun lögreglu um að skipverjar á togaranum tengdust hvarfi hennar. Polar Nanoq, sem þá var á leið til Grænlands, var snúið aftur í átt til Íslands og tveir skipverjar handteknir. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald en öðrum þeirra var síðan sleppt.Thomas Møller Olsen var hins vegar ákærður fyrir morðið og fyrir smygl á um 20 kílóum af hassi sem fundust í skipinu. Hinn 29. september var hann fundinn sekur um morðið og fíkniefnasmyglið í Héraðsdómi Reykjaness. Hann var dæmdur í 19 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing sem manni hefur verið dæmd frá árinu 1994. Thomas hefur ávallt neitað sök og hefur áfrýjað niðurstöðunni. Búist er við að réttað verði í málinu í Landsrétti snemma á næsta ári. Öll þjóðin syrgði eftir að Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í sjónum við Selvogsvita. Vinkonur lýstu henni sem einstökum vin. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana,“ sagði Matthildur Soffía Jónsdóttir, vinkona hennar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sagðist ganga í gegnum erfiðleikana með styrkleika hennar í huga. „Fegurðin í minningu hennar hjálpar mér. Ástin til hennar stýrði mér og kom mér í gegnum erfiðustu vikur lífs míns,“ sagði Sigurlaug við Fréttablaðið.Mikil röð var fyrstu dagana fyrir utan verslun Costco í Kauptúni.Vísir/eyþórCostco var opnað í Kauptúni Opnun vöruhúss Costco hér á landi átti sér þriggja ára aðdraganda. Verslunin var opnuð með pompi og pragt hinn 23. maí og hefur verið örtröð í versluninni síðan þá. Áður en hún var opnuð höfðu að minnsta kosti 35 þúsund Íslendingar keypt sér aðildarkort að versluninni. Lágt eldsneytisverð á bensínstöð Costco vekur ekki síst athygli, en forsvarsmenn annarra olíufélaga segjast ekki geta keppt um hagstæðara verð. Í byrjun júní birti Fréttablaðið frétt upp úr gögnum Meniga sem bentu til þess að velta Costco hefði verið meiri en velta allra verslana Bónuss fyrstu dagana eftir opnun.30 prósenta hlutur í Arion banka var seldur.30 prósenta hlutur í Arion banka seldur Hinn 20. mars síðastliðinn var tilkynnt að bandaríski bankinn Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir hefðu keypt nærri 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir 49 milljarða króna. „Við erum að horfa á þessi kaup sem fjárfestingu til meðallangs eða langs tíma,“ sagði Frank Brosens, eigandi bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital. Einnig var samið um kauprétt sömu aðila á 22 prósenta hlut til viðbótar. Viðskiptin voru gagnrýnd, meðal annars á grundvelli þess að ekki lægi ljóst fyrir hverjir endanlegir kaupendur væru. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði til á Alþingi að ríkið nýtti sér heimild til forkaupsréttar á hlutnum. Endurskipulagning bankakerfisins var eitt helsta stefnumál Miðflokksins, flokks Sigmundar, í kosningabaráttunni sem fór í hönd.Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í janúar.vísir/vilhelmBjarni leiðir ríkisstjórn Tæpum tveimur og hálfum mánuði eftir alþingiskosningarnar 2016 var nýr stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntur. Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni hinn 11. janúar síðastliðinn. Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, varð fjármála- og efnahagsráðherra og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, varð heilbrigðisráðherra. Ellefu ráðherrar sátu í ríkisstjórninni. Þar af sex frá Sjálfstæðisflokki, þrír frá Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Í júní var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gagnrýnd harðlega fyrir að neita að veita bæði þolendum Róberts Downey og fjölmiðlum gögn er vörðuðu uppreist æru hans. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í ValhöllVísir/ErnirSkammlífasta ríkisstjórn lýðveldisins Hinn 14. september upplýsti fréttavefurinn Vísir svo að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefði veitt dæmdum kynferðisbrotamanni, Hjalta Sigurjóni Haukssyni, umsögn þegar Hjalti sótti um uppreist æru. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra viðurkenndi þann sama dag að hafa veitt Bjarna upplýsingar um málið um sumarið. Samstundis var boðað til fundar í stjórn Bjartrar framtíðar vegna trúnaðarbrests sem forystumenn flokksins töldu að væri kominn upp. Á fundinum var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu.Gengið var til kosninga 28. október. Niðurstaðan varð sú að Björt framtíð fékk engan þingmann kjörinn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengu hins vegar kjörna menn. Þar með höfðu átta stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi, fleiri en nokkru sinni fyrr. Stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata skiluðu ekki árangri og hófust þá viðræður milli VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ný ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur tók svo við 30. nóvember.Við lestur frásagna kvenna í Borgarleikhúsinu 10. desember.vísir/stefánÍ skugga valdsins Þrjár stjórnmálakonur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Hanna María Sigmundsdóttir, sögðu frá valdbeitingu karla í stjórnmálum í opinskáum fjölmiðlaviðtölum hinn 21. nóvember. Skoruðu þær á forystumenn stjórnmálaflokkanna að bregðast við. Konur úr fjölmörgum starfsstéttum fylgdu í kjölfarið. Með hverri áskorun hafa fylgt lýsingar á óviðurkvæmilegri hegðun karlmanna gagnvart konum og í mörgum tilfellum alvarlegu ofbeldi sem karlmenn eru sakaðir um að hafa beitt konur. Eftir að byltingin sem fékk heitið #metoo – Í skugga valdsins hófst hér á landi eru dæmi um að karlmenn hafi sagt upp störfum eða verið vikið úr störfum vegna framkomu sinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2017 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira