Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á árunum 2010 til 2015 dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands og er munurinn nú minni en gengur og gerist í íslensku atvinnulífi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, „Kynjajafnrétti innan Háskóla Íslands“, um niðurstöður jafnlaunarannsóknar og úttektar á framgangskerfi Háskóla Íslands. Þessi árangur er afar ánægjulegur og er afrakstur margvíslegra aðgerða og umræðu sem átt hefur sér stað innan skólans á undanförnum árum í þeim tilgangi að útrýma kynbundnum launamun. Starfsfólk Háskóla Íslands skiptist í tvo hópa, akademíska starfsmenn og starfsfólk í stjórnsýslu. Í skýrslunni kemur fram að þegar tekið hefur verið tillit til hefðbundinna skýribreyta er meiri munur á launum karla og kvenna innan stjórnsýslunnar (4%) en í akademískum störfum (0,9%). Við því þarf að bregðast. Samkvæmt skýrslunni eru vísbendingar um að launamunurinn meðal akademískra starfsmanna sé ekki beint kynjaður heldur megi rekja hann til framgangskerfis skólans. Framgangskerfið byggir m.a. á vinnumati sem skýrsluhöfundar telja betur sniðið að greinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta geri körlum hægara um vik að fá framgang í starfi en konum og skilar þeim um leið hærri launum. Þessar vísbendingar skýrslunnar tökum við mjög alvarlega og munum nota þær við endurskoðun vinnumatskerfis skólans sem nú stendur yfir. Skýrsla Félagsvísindastofnunar mun jafnframt nýtast við yfirstandandi vinnu við þróun fjölskyldustefnu Háskóla Íslands sem mun hafa það að markmiði að gera starfsfólki betur kleift að samþætta starf og einkalíf. Einnig er hafinn undirbúningur að kynjaðri fjárhagsáætlanagerð og jafnlaunavottun fyrir Háskóla Íslands.Brugðist við af festu Umræða um niðurstöður skýrslu Félagsvísindastofnunar kemur beint í kjölfar #metoo-byltingarinnar en reynslusögur af kynferðislegri áreitni og öðru kynbundnu ofbeldi hafa valdið vakningu í íslensku samfélagi. Við þessum mikilvægu röddum höfum við hjá Háskóla Íslands brugðist af festu. Í byrjun desember var settur á fót starfshópur til að kanna hvort núverandi siðareglur skólans og verklagsreglur um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi dugi til að taka á þessum málum. Starfshópnum er ætlað að meta hvort og hvaða frekari aðgerða er þörf. Jafnframt hefur stærri hóp starfsfólks og nemenda verið boðið til samtals um hvaða frekari greiningarvinnu sé þörf og frekari skref þurfi að taka. Innan Háskóla Íslands munum við ekki sýna þolinmæði gagnvart valdníðslu og niðurlægjandi hegðun í garð kvenna og jaðarsettra hópa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og eitt af grunngildum í stefnu skólans fyrir tímabilið 2016-2021. Frekari greiningar er þörf á starfsemi Háskólans með tilliti til jafnréttissjónarmiða, en skýrsla Félagsvísindastofnunar er mikilvæg við gerð aðgerðaáætlunar um útrýmingu kynbundins launamunar innan skólans. Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Mikilvægt er að hlúa að honum með því að tryggja starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, velferð, heilbrigði og jafnrétti.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun