Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Baldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Svifryksmengun á fyrstu tímum þessa árs fór 29 falt yfir heilsuverndarmörk. vísir/ernir „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
„Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira