„Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 15:34 Grýla hefur valdið íslenskum börnum ugg og ótta í áraraðir. Visir/Anton Brink Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér. Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Útvarpsstöðin BBC World Service sendi út jólaþátt sem unninn var af Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi og fyrrverandi forsetaframbjóðanda nú skömmu fyrir jól. Í þættinum fræddi Andri Snær hlustendur um hina skuggalegu og margfrægu þjóðsagnapersónu Grýlu og syni hennar þrettán. „Við [Íslendingar] eigum hafsjó af þjóðsögum. Það er nánast eins og hver einasta goðsögn vakni til lífsins á þessum árstíma,“ segir Andri í þættinum og bendir á að á þessum árstíma er myrkur bróðurpart dags og því kjöraðstæður fyrir myrkar goðsagnaverur. Íslensk jólalög koma jafnframt við sögu í þættinum fær jólalagið „Þið kannist við jólaköttinn“ við kvæði Jóhannesar úr Kötlum að óma. Jólakötturinn er einmitt ein af myrkraverum jólanna og samkvæmt þjóðsögum ásækir þessi óhuggulegi kisi þá sem ekki eignuðust nýjar flíkur í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Andri ræðir við nokkra íslenska viðmælendur í þættinum sem deila reynslu sinni af jólum á Íslandi og sögum af jólasögum og öðrum skuggalegum jólaverum. Þrátt fyrir að jólin séu almennt álitin gleðitími er hinni skuggalegu ímynd jólanna enn haldið á lofti. Til að mynda fóru tónleikarnir Gloomy Holiday fram á miðvikudag en tónleikarnir voru liður í hátíðinni Norður og niður sem skipulögð er af hljómsveitinni Sigur Rós. Markmiðið með Gloomy Holiday var að draga upp dökka mynd af jólunum og fengu þar að hljóma drungalegar útsetningar vel þekktra jólalaga. Þeir sem vilja hlusta á þátt Andra Snæs í heild sinni geta smellt hér.
Tengdar fréttir Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Ræðir skuggahliðar íslenskra jólalaga í breska ríkisútvarpinu Andri Snær Magnason rithöfundur mun ræða hinar myrku hliðar íslenskra jólalaga á sjónvarpsstöðinni Radio 4 annað kvöld. 17. desember 2017 13:17