Óvænt tap Brady og félaga í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2017 10:30 Jordan Phillips reynir að verjast sendingu frá Tom Brady í leiknum. Vísir/Getty Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu. NFL Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira
Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu.
NFL Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira