Salma Hayek segir að Harvey Weinstein hafi hótað að drepa hana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:29 Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum. MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek hefur skrifað grein í New York Times þar sem hún segir frá reynslu sinni af samstarfi við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Hún segir frá kynferðislegri áreitni hans og hótunum um ofbeldi. Hún segist hafa neitað Weinstein árum saman. „Neitaði að opna hurðina fyrir honum á öllum stundum sólarhringsins, hótel eftir hótel, tökustað eftir tökustað, þar sem hann birtist fyrirvarlaust, meðal annars einu sinni á tökustað fyrir mynd sem hann tengdist ekki,“ skrifar Hayek. „Neitaði að fara í sturtu með honum. Neitaði að leyfa honum að horfa á mig í sturtu. Neitaði að leyfa honum að nudda mig. Neitaði að leyfa nöktum vini hans að nudda mig. Neitaði að leyfa honum að gefa mér munngælur. Neitaði að vera nakin með annarri konu.“ Hún segir að neitanir hennar hafi haft í för með sér „makkíavellíska reiði Harvey“ og að þó hann hafi oft reynt að tala fyrir um henni til að ná sínu fram hafi hann einnig haft í hótunum við hana. Einu sinni, segir hún að í bræðikasti hafi hann sagt „ég mun drepa þig, ekki halda að ég geti það ekki.“ Weinstein og Hayek ræða hér saman á verðlaunaafhendingu árið 2005.Vísir/Getty Hayek vann með Weinstein að myndinni Frida, byggðri á ævi listakonunnar Fridu Kahlo. Eftir að hún neitaði að sofa hjá honum segir hún að hann hafi hótað að reka hana úr hlutverki Fridu. Þegar hún samþykkti kröfur hans varðandi handrit myndarinnar samþykkti hann að leyfa henni að leika í myndinni. Krafðist meiri nektar En á meðan á tökum stóð hafi Harvey kvartað undan því að hún hafi ekki nýtt líkama sinn nægilega mikið. Hann hafi því sett henni afarkosti. „Hann myndi leyfa mér að klára myndina ef ég samþykkti kynlífsatriði með annarri konu. Hann krafðist algerrar nektar. Hann hafði stöðugt krafist þess að sjá meira hold, meira kynlíf.“ Hayek féllst á kröfur Harvey til að kvikmyndin yrði framleidd. „Ég mætti á tökustað daginn sem stóð til að taka upp atriðið sem ég taldi að myndi bjarga myndinni,“ segir Hayek. „Og í fyrsta og síðasta skiptið á mínum ferli fékk ég taugaáfall: líkami minn skalf óstjórnlega, ég varð andstutt og ég fór að gráta og gráta, gat ekki hætt, eins og ég væri að kasta upp tárum.“ Þakklát þeim sem hlusta Að lokum var Frida tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal var Hayek tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hún segir að jafnvel eftir að myndin var komin út varð hún dauðhrædd við að sjá Weinstein. „Þar til það er jafnrétti í okkar bransa, og konur og karlar eru metnir að sömu verðleikum að öllu leiti, mun samfélag okkar halda áfram að vera gróðastía fyrir ofbeldismenn,“ skrifar Hayek. „Ég er þakklát fyrir alla sem hlusta á reynslusögur okkar. Ég vona að með því að bæta minni rödd í kór þeirra sem loksins eru að rjúfa þögnina mun það varpa ljósi á hvers vegna það er svo erfitt og hvers vegna svo margar okkar hafa beðið svo lengi.“ Fjöldi kvenna hefur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi síðustu mánuði. Weinstein neitar öllum ásökunum.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram 6. desember 2017 21:00
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent