Loforð á kaffihúsi tryggði blaðamanni laun Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 11:52 Ásta Andrésdóttir fær greiddar 1,6 millónir auk dráttarvaxta frá Myllusetri vegna vangoldinna launa. Vísir/GVA Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur. Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, hefur verið dæmt til þess að greiða blaðamanninum Ástu Andrésdóttur tæplega 1,6 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna vangoldinna launa. Auk þess er Myllusetri gert að greiða málskostnað upp á 1,2 milljónir kr. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Byggir ákvörðunin á loforði sem ritstjóri blaðsins gaf Ástu á kaffihúsi, þar sem hann féllst á það að greiða þriggja mánaða laun auk orlofs.Fer í fæðingarorlof eftir að hafa tekið við fylgiriti blaðsinsÁsta hóf að skrifa greinar í Viðskiptablaðið og fylgirit þess í september 2014. Starfaði hún sem verktaki hjá blaðinu til að byrja með og voru launagreiðslurnar eftir því. Í júní 2015 var henni falin umsjón yfir „Eftir vinnu“, fylgiriti blaðsins og fékk aðstöðu á ritstjórnarskrifstofu þess. Ekki var gerður skriflegur samningur vegna ráðningarinnar og var nafn hennar ekki komið á launaskrá fyrirtækisins fyrr en 1. september. Sama haust greindi hún framkvæmdastjóra félagsins að hún væri barnshafandi og ætti von á tvíburum. Sendi hún umsókn um fæðingarorlof þann 10. desember 2015 en tvíburana átti hún undir lok janúarmánaðar næsta árs. Hafi hún þá hafið 270 daga fæðingarorlof, sem framkvæmdastjóri félagsins hafði skrifað undir.Gáfu henni loforð um laun yfir kaffibollaUm mitt ár 2016 setti Ásta sig í samband við ritstjóra blaðsins í gegnum Facebook í þeim tilgangi að fá það á hreint hvenær hún myndi hefja störf aftur. Svarið barst ekki fyrr en í febrúar 2017 en þar var henni tjáð að búið væri að ráða nýjan starfsmann í stað hennar. Ásta og ritstjórinn áttu í samskiptum í kjölfarið og ákváðu að hittast og ræða málin á kaffihúsi. Byggir Ásta stefnu sína á því að ritstjórinn hafi á kaffihúsinu fallist á að greiða henni þriggja mánaða laun auk orlofs. Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því og sagði ritstjórann ekki hafa umboð til þess að taka slíkar ákvarðanir. Er það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að hafi Ásta verið ráðin 1. september 2015 hafi hún öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Enn fremur sé loforð ritstjóra á fundi á kaffihúsi í samræmi við áunnin starfstengd réttindi hennar. Því beri Myllusetri að greiða Ástu, sem fyrr segir, 1.569.923 krónur með dráttarvöxtum auk málskostnaðar upp á 1.200.000 krónur.
Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira