Segir það misskilning að vegtollar flýti vegaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2017 13:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að það sé misskilningur að fjármögnun vegaframkvæmda með vegtollum muni flýta fyrir slíkum framkvæmdum. Ekki sé hægt að fara í öll þau verkefni sem kallað hefur verið eftir á sama tíma. „Misskilningurinn sem hefur legið hérna í loftinu ósvarað í heilt ár er að við það að setja upp vegtollahlið við Reykjavík og á þá sem þurfa vinnu sinnar og athafna vegna að keyra þar í gegn, að það muni flýta framkvæmdum hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara alrangt,“ sagði Sigurður Ingi í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður Ingi hafði ekki verið samgönguráðherra lengi áður en hann sló hugmyndir forvera hans í starfi um að fjármagna vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu með vegtollum. Jón Gunnarsson sem var samgönguráðherra í síðustu ríkisstjórn lét kanna slíkar hugmyndir og sagði meðal annars að með vegtollum væri hægt að flýta framkvæmdum. Sagði Jón að brýnt væri að fara í nauðsynlegar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og nefndi hann tvöföldun Reykjanesbrautar, tvöföldun upp á Kjalarnesi og tvöföldun á milli Hveragerðis og Selfoss auk gerðar Sundabrautar. Sagði hann að ljóst væri að slíkar framkvæmdir myndu kosta tugi milljarða, til að flýta fyrir því væri nauðsynlegt að sækja fjármuni til framkvæmdanna annars staðar en úr ríkissjóði. Aðspurður að því af hverju það væri rangt að fjármögnum vegaframkvæmda með vegtollum myndi flýta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu svaraði Sigurður Ingi því að ekki væri hægt að fara í öll þessi verkefni á sama tíma. „Það er vegna þess að við getum ekki farið í tvoföldun á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi, Sundabrautina, Borgarlínu á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir hérna á höfuðborgarsvæðinu. Við þekkjum það mjög vel hvað gerist þegar við setjum allt slíkt í gang,“ sagði Sigurður Ingi sem viðurkenndi þó að þörfin á framkvæmdunum væri brýn. Því hefði ríkisstjórnin sett 3,6 milljarða til viðbótar í samgöngumál samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi og reiknað væri með að helmingur af því framlagi færi til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Samgöngur Víglínan Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. 13. júlí 2017 19:30