Óðinn Þór búinn að semja við eitt besta lið Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 10:45 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. vísir/anton brink Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen. Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen.
Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn