Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2017 23:28 Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira