Vegamálastjóri bíður spenntur eftir símhringingu frá ráðherra Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. vísir/eyþór „Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira