Mikið álag á fíkniefnaleitarhundinum Krafti í desember Anton Egilsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. desember 2017 23:18 Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Það er í nógu að snúast hjá fíkniefnaleitarhundinum Krafti en hans helsta verkefni er að leita að fíkniefnum í pökkum hjá Póstinum en þeir eru aldrei fleiri en í desember. Labradorhundurinn Kraftur er fíkniefnaleitarhundur tollgæslunnar og hefur hann starfað sem slíkur í rúm sex ár. Verkefnin þessa dagana snúa aðallega að því að leita í tugum póstsendinga hjá Póstmiðstöðinni en í desember er ansi mikið að gera hjá þeim Krafti og Stefáni Geir Sigurbjörnssyni, þjálfara hans. „Þetta er mjög mikið álag hjá Krafti núna. Margfalt póstmagn sem kemur og lítil pása,“ sagði Stefán í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stefán segir að vikulega finni Kraftur fíkniefni en vill af öryggisástæðum ekki gefa það nákvæmara upp. Helstu efnin sem hann er þjálfaður á eru amfetamín, kókaín, alsæla, hass og marijúana. Það er augljóst að Kraftur er starfi sínu vaxinn en í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar hann finnur 10 grömm af kókaíni sem einhver reyndi að smygla til landsins en efnið var vel falið í einum pakkanum. Stefán verðlaunar Kraft svo fyrir fíkniefnafundinn með því að leyfa honum að leika sér með bolta. Segir hann að Kraftur sé ákveðinn en afar ljúfur og góður. „Hann fær oftast sínu framgengt og það er kannski líka einn af þeim þáttum fyrir þá hunda sem veljast í þetta starf að það er að hafa háa veiðihvöt og að geta unnið alveg sleitulaust.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira