Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Benedikt Grétarsson skrifar 30. nóvember 2017 22:18 Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leik Vals og Gróttu. vísir/anton Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45
Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36