Hættir í Transparent eftir ásakanir um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:59 Jeffrey Tambor sést hér á Clio-verðlaunahátíðinni í upphafi mánaðarins. Vísir/Getty Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Emmyverðlaunahafinn Jeffrey Tambor mun ekki leika í næstu þáttaröð Transparent í kjölfar tveggja ásakana um kynferðislega áreitni á tökustað. Leikarinn þvertekur fyrir ásakanirnar. „Að hafa fengið að leika Maura Pfefferman í Transparent hafa verið einhver stærstu forréttindi og mesta listræna upplifun lífs míns,“ segir Tambor í samtali við Deadline sem greindi fyrst frá málinu í gær. „Á síðustu vikum hefur þó komið í ljós að þetta er ekki lengur starfið sem ég tók að mér fyrir fjórum árum síðan.“ Fyrstu fregnir af áreitnini birtust í miðlum vestanhafs í síðustu viku. Í grein Deadline er miklu púðri varið í orðróma þess efnis að til hafi staðið að skrifa persónu Tambor, transkonuna Mauru, út úr þáttunum áður en ásakanirnar komu fram. Þá er ýjað að því að brotthvarf Tambor geti orðið til þess að ráðist verði í gerð fimmtu þáttaraðar Transparent - sem ekki hafi staðið til áður. Aðstandendur þáttanna hafa ekki tjáð sig um málið. Eitt líkamlegt atvik Tambor er gefið að sök að hafa ítrekað klæmst við samstarfsmenn sína og látið ótal kynferðisleg ummæli falla á tökustað. Þá á eitt tilfelli, í garð leikkonunnar Trace Lysette, að hafa verið „líkamlegt,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Ég veit að ég er ekki auðveldasti maðurinn til að vinna með. Ég get stundum verið viðkvæmur, ég á til að snöggreiðast og alltof oft hreyti ég einhverju út úr mér. En ég hef aldrei verið níðingur - nokkurn tímann,“ segir Tambor í samtali við Deadline. Handritshöfundur Transparent hefur hrósað þolendunum fyrir hugrekki sitt. „Við megum ekki láta trans-efni líða fyrir gjörðir eins cis-karlmanns,“ er haft eftir Our Lady J. Gert er ráð fyrir því að næsta þáttaröð Transparent verði sýnd á streymisveitu Amazon á næsta ári. Transparent-þættirnir hafa jafnframt verið sýndir á Stöð 2 undanfarin ár.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira