Versta frumraunin í aldarfjórðung entist bara fram í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 22:30 Nathan Peterman, til hægri, var langt frá því að vera tilbúinn fyrir stóra sviðið. Vísir/Getty Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017 NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira