Andstæðingar byggingar hótels við Fógetagarðinn undirbúa málsókn gegn borginni Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 19:45 Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hópur sem leggst gegn því að hótelbygging rísi þar sem gamla Landsímahúsið stendur við Austurvöll, íhugar málaferli á hendur borginni. Skipulagsyfirvöld hafa samþykkt bygginguna og kemur sú samþykkt til staðfestingar í borgarráði á morgun. Í Fógetagarðinum er elsti kirkjugarður Reykvíkinga. Allt frá upphafi kristni voru Reykvíkingar jarðsettir þar til ársins 1838, þótt einhverjar jarðarfarir hafi átt sér stað eftir það. Ekki eru allir á eitt sáttir við hvað á að byggja í garðinum. Í gær komu um sextíu manns til fundar í Neskirkju þar sem áformum um byggingu hótels þar sem gömlu Landsímahúsin standa við Austurvöll var mótmælt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins var meðal þeirra sem sóttu fundinn. Sérstaklega setur hópurinn sig upp á móti því að byggt verði á fyrrverandi bílastæðum fyrir framan húsið við Kirkjustræti, enda liggi kirkjugarðurinn þar undir og því ekki heimilt á byggja þar samkvæmt lögum um kirkjugarða. Helgi Þorláksson fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir hópinn m.a. vísa til ýmissra gagna og samninga máli sínu til stuðnings. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur hins vegar samþykkt byggingu hótelsins. „Gamli kirkjugarðurinn náði miklu austar en nemur þessum Fógetagarði sem núna er kallaður Víkurgarður. Við viljum draga það fram og sýna það hér á þessum fundi að hann náði miklu austar. Það liggur fyrir því það hafa komið í ljós beinagrindur, kistur og annað til dæmis á útmánuðum 2016 komu 32 grafir fram þar á því svæði,“ segir Helgi. Hópurinn segir að samkæmt kirkjugarðalögum megi ekki byggja á gömlum kirkjugörðum. Hægt sé að afhenda sveitarfélögum gamla garða og þeim megi breyta í almenningsgarða. Borgin taki deiliskipulag frá 1986 of hátíðlega. „Það eru þó undanþágur frá þessu. Ef kirkjugarðaráð samþykkir má reisa byggingu í þessum gamla kirkjugarði. En þá þarf líka samþykki ráðherra til. Þessi leið hefur aldrei verið farin,“ segir Helgi. Þegar byggt hafi verið við Landsímahúsið 1967 hafi jarðhæð verið inndregin og ekki heimilað að hafa kjallara undir henni. „Nú kemur að borgarráði að fjalla um málið á fimmtudaginn. Ef það samþykkir þessar fyrirætlanir og þarna rís hótel í þessum gamla kirkjugarði, 160 herbergja hótel í heild, þá eigum við möguleika á að fara í einhvers konar málssókn.“ Við borgina? „Já.“Og eruð þið tilbúin til þess? „Já, já við erum að athuga það í alvöru,“ segir Helgi Þorvaldsson.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels