Grípum tækifærin þegar þau gefast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 10:45 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur að sér hvert stórverkefnið eftir annað. Mynd Auðunn Níelsson Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“ Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira