Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem blómstruðu eftir landsleikjafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 12:15 Lið 8. umferðarinnar. Mynd/S2 Sport Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira