Tíu ára gömul íslensk leikkona sló í gegn á kvikmyndahátíð í Tallin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:56 Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin. Black Nights Film Festival Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival
Menning Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein