Ferðamennirnir skelkaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns. Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns.
Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15
Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00