Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ómar segir Björn Inga og Arnar ekki fara með sannleikann um að ný stjórn hafi ekki verið skráð hjá RSK. Vísir/Ernir Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson, formaður nýkjörinnar stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, hluthafa félagsins og fráfarandi stjórnarmeðlima um að ný stjórn hafi ekki enn verið skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Efni póstsins var rakið í frétt hjá Vísi fyrr í dag, en það ritar Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga og Arnars. Segir Ómar að ný stjórn, sem kjörin var síðastliðinn föstudag, hafi samdægurs sent staðfestingu á breytingunum. Í afriti sem Ómar sendi fréttastofu er erindið móttekið mánudaginn 27. nóvember og merkt með því sem virðist vera stimpill embættis Ríkisskattstjóra. Björn Ingi og Arnar töldu að með yfirlýsingum Ómars og nýkjörinnar stjórnar í fjölmiðlum hafi rangar upplýsingar farið fram. Þeir tveir væru því reiðubúnir að setjast niður og svara öllum fyrirspurnum um rekstur félagsins. Ný stjórn hafði áður tilkynnt að allar eignir félagsins væru til sölu, en útgáfu landshlutablaða Pressunnar var komið í stöðvun í gær. Þá hafði öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp, en þeir voru tveir talsins. Björn Ingi og Arnar óskuðu í póstinum eftir útskýringum á ákvörðuninni að stöðva útgáfu blaðanna, um hafi verið að ræða rótgróna útgáfu sem keypt var til félagsins fyrir tugi milljóna króna. Mikið hefur gengið á í kjölfar kaupa nýrra eigenda og í kringum stjórnarskiptin. Ný stjórn, sem var sem áður segir kjörin síðastliðinn föstudag, sakaði fráfarandi stjórn um að hafa misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu. Auk þess mat hún svo að kröfuhöfum hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Björn Ingi Hrafnsson sendi sama kvöld frá sér langa yfirlýsingu þar sem hann sakaði Dalsmenn, sem stærstan hlut eiga í félaginu, um að hafa reynt að koma félaginu í þrot með því að hætta við hlutafjáraukningu upp á 200 milljónir króna.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58