Tveggja nátta vítaferð FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson verður í stóru hlutverki í vítakeppninni. Vísir/Eyþór Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira