Stjörnurnar vörðu titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Sigurreifar Stjörnustelpur. mynd/stefán þór friðriksson Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári. Fimleikar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar gerði sér lítið fyrir og varði titil sinn á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fór fram í Lundi í Svíþjóð. Lið frá Íslandi hafa unnið fjóra síðustu Norðurlandameistaratitla í kvennaflokki. Grótta varð Norðurlandameistari 2011 og 2013 og Stjarnan 2015 og 2017. Stjarnan fékk 58.216 í heildareinkunn, 0.883 hærra en GT Vikingarna frá Svíþjóð. Sæby-Viborg frá Danmörku varð í 3. sæti með 55.050 í einkunn. Ungt lið Gerplu hafnaði í 6. sæti með 51.916 í einkunn. Í karlaflokki endaði Gerpla í sjöunda og neðsta sæti. Í flokki blandaðra liða lenti Gerpla í 4. sæti og Stjarnan í því áttunda. Norma Dögg Róbertsdóttir er ein af nýliðunum í meistaraliði Stjörnunnar enda byrjaði hún bara að æfa hópfimleika í fyrra. Hún var áður í fremstu röð á landinu í áhaldafimleikum. Norma var að vonum ánægð er Fréttablaðið heyrði í henni í gær, skömmu eftir að Stjörnuliðið kom til Íslands. Hún segir flest hafa gengið upp hjá Stjörnustelpum um helgina. „Við fengum hæstu einkunn í dansi á mótinu. Það gekk mjög vel á trampólíni en það voru smá hnökrar á dýnu þar sem við vorum með mjög erfiðar æfingar,“ sagði Norma. Stjarnan fékk 23.066 í einkunn fyrir dansinn, 17.350 fyrir æfingar á dýnu og 17.800 stig fyrir æfingar á trampólíni. „Okkar markmið var að klára öll stökkin okkar og komast á pall. En það er bara geggjað að verja titilinn,“ bætti Norma við. Hún segist ekki sjá eftir því að hafa skipt úr áhaldafimleikunum yfir í hópfimleikana þar sem hún nýtur sín vel. „Þetta hefur gengið mjög vel. Ég skipti úr Björk yfir í Stjörnuna og stelpurnar þar hafa tekið mér rosalega vel. Þetta er ótrúlega skemmtilegt lið,“ sagði Norma sem keppti með blönduðu liði Íslands á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu á síðasta ári.
Fimleikar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira