Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2017 10:42 Ásakanir um kynferðislega tilburði við unglingsstúlkur virðast hafa skaðað framboð Roy Moore í Alabama þrátt fyrir að hátt í þriðjungur kjósenda séu enn staðfastari í að kjósa hann nú. Vísir/AFP Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir frambjóðanda demókrata með forystu yfir Roy Moore, frambjóðanda repúblikana, fyrir kosningar um öldungadeildarþingsæti í Alabama. Moore hafði verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum en sú nýjasta bendir til þess að ásakanir um samskipti hans við ungar stúlkur hafi áhrif á kjósendur. Fyrirfram var ekki búist við spennandi kosningum um öldungadeildarsætið sem Jeff Sessions skildi eftir autt þegar hann tók við sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Alabama er eitt af íhaldssömustu ríkjum Bandaríkjanna og Trump hafði öruggan sigur þar í forsetakosningunum í fyrra. Forskot Moore var að vísu minna en repúblikanar hefðu vænst en hann er afar umdeildur. Honum var tvisvar vikið frá störfum sem dómari í Alabama síðustu tvo áratugina. Í fyrra skiptið neitaði hann að hlýða dómsúrskurði um að fjarlægja minnisvarða um boðorðin tíu sem hann hafði látið reisa fyrir utan hæstarétt Alabama. Í seinna skiptið neitaði hann að framfylgja dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Kjósa frekar barnaníðing en demókrata Ásakanir nokkurra kvenna um að Moore hefði sóst eftir kynferðislegu sambandi við þær þegar þær voru táningar en hann á fertugsaldri sem Washington Post sagði frá fyrir helgi hafa nú hleypt mikilli spennu í kosningabaráttuna. Könnun JMC Analytics sýnir nú demókratann Doug Jones með 46% fylgi gegn 42% prósentum Moore. Þrátt fyrir að demókratar eygi nú möguleikann á áður ólíklegum sigri í Alabama en baráttunni hvergi nærri lokið. Könnunin sýnir vissulega að 38% líklegra kjósenda eru síður líklegir til að kjósa Moore eftir að ásakanirnar komu. Hún sýnir hins vegar einnig að 29% eru enn ákveðnari í að kjósa repúblikanann en áður. Þó að sumir háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, hafi fordæmt Moore og hvatt hann til að draga sig í hlé hafa flokksbræður hans í Alabama staðið með honum og gert lítið úr ásökunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að fullyrða að jafnvel þó að Moore hefði gerst sekur um barnaníð myndu þeir frekar greiða honum atkvæði en demókrata. Ein kvennanna sem sakar Moore um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig var fjórtán ára á þeim tíma. After a long pause, Alabama Bibb County Republican chairman Jerry Pow tells me he'd vote for Roy Moore even if Moore did commit a sex crime against a girl. "I would vote for Judge Moore because I wouldn't want to vote for Doug," he says. "I'm not saying I support what he did."— Daniel Dale (@ddale8) November 9, 2017
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15