Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:41 Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira