Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 11:38 Harvey Weinstein og Kevin Spacey hafa verið sakaður um kynferðislega áreitni og/eða ofbeldi. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir að Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Tugir karla og kvenna hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af þeirra hálfu. Sigurjón ræddi við Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamann RÚV, fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Sigurjón og Spacey þekkjast ágætlega og reyndu um nokkra ára skeið að finna verkefni sem þeir gætu unnið saman að. Um tíma leit út fyrir að þeir myndu vinna saman að endurgerð norska smellsins Elling sem Sigurjón keypti réttin að. Samningar náðust á milli þeirra um að Spacey myndi taka að sér aðalhlutverkið en ekkert varð þó af samstarfinu. Tugir einstaklinga hafa greint frá kynferðislegu áreitni eða ofbeldi af hálfu Spacey. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Sagði Sigurhón að áður en þessar ásakanir hafi komið fram hafi orðspor Spacey í Hollywood farið dvínandi en leikarinn þótti oft á tíðum erfiður í samstarfi. Sigurjón Sighvatsson hefur starfað í Hollywood um árabil.Vísir/Vilhelm „Hann var ekki vel liðinn. Ég þekki fullt af fólki sem hefur unnið á House of Cards og ég myndi segja að hans orðspor í heild sem persónu var nú farið að skaðast ansi mikið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV. Margt fleira sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið Þá hafa fjölmargar konur hafa einnig stigið fram, þar á meðal leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan, og sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Weinstein var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood. Sigurjón, sem þekkir vel til í Hollywood eftir að hafa starfað og búið þar um árabil, sagði ljóst að þessir tveir muni ekki snúa aftur í Hollywood. Ferill þeirra sé búinn. „Það er alltaf sagt hér í Hollywood að það geta allir gert „comeback“. Mel Gibson er nýjasta „comeback-ið“ en ég held að þær ásakanir gegn þessum mönnum eru það alvarlegar að þeir eiga ekki séns í bransanum lengur,“ segir Sigurjón. Það sé þó lán í óláni að þessar ásakanir hafi hrundið af stað vitundarvakningu um að sú hegðun sem menn eins og Spacey og Weinstein hafi sýnt af sér sé óásættanleg. „Ég held að það sé í rauninni lán í óláninu að fólk gerir sér grein því að ef það stígur yfir strikið þá er ekkert aftur snúið. Það er kannski það sem er jákvæðast og sterkast við þetta er það að þetta mun hafa áhrif. Fólk mun hugsa sig tvisvar um. Það eru afleiðingar,“ sagði Sigurjón. Hann bætti þó við að líklega séu ásakanirnar á hendur Spacey, Weinstein og öllum hinum bara dropi í hafið, fleiri ásakanir á hendur fleiri mönnum muni líta dagsins ljós, það sé einungis tímaspursmál. „Ég held að það sé alveg klárt mál að það vita allir að það á margt fleira eftir að koma upp á yfirborðið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV sem hlusta má á hér. Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir að Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Tugir karla og kvenna hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af þeirra hálfu. Sigurjón ræddi við Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamann RÚV, fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Sigurjón og Spacey þekkjast ágætlega og reyndu um nokkra ára skeið að finna verkefni sem þeir gætu unnið saman að. Um tíma leit út fyrir að þeir myndu vinna saman að endurgerð norska smellsins Elling sem Sigurjón keypti réttin að. Samningar náðust á milli þeirra um að Spacey myndi taka að sér aðalhlutverkið en ekkert varð þó af samstarfinu. Tugir einstaklinga hafa greint frá kynferðislegu áreitni eða ofbeldi af hálfu Spacey. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Sagði Sigurhón að áður en þessar ásakanir hafi komið fram hafi orðspor Spacey í Hollywood farið dvínandi en leikarinn þótti oft á tíðum erfiður í samstarfi. Sigurjón Sighvatsson hefur starfað í Hollywood um árabil.Vísir/Vilhelm „Hann var ekki vel liðinn. Ég þekki fullt af fólki sem hefur unnið á House of Cards og ég myndi segja að hans orðspor í heild sem persónu var nú farið að skaðast ansi mikið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV. Margt fleira sem eigi eftir að koma upp á yfirborðið Þá hafa fjölmargar konur hafa einnig stigið fram, þar á meðal leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan, og sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Weinstein var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood. Sigurjón, sem þekkir vel til í Hollywood eftir að hafa starfað og búið þar um árabil, sagði ljóst að þessir tveir muni ekki snúa aftur í Hollywood. Ferill þeirra sé búinn. „Það er alltaf sagt hér í Hollywood að það geta allir gert „comeback“. Mel Gibson er nýjasta „comeback-ið“ en ég held að þær ásakanir gegn þessum mönnum eru það alvarlegar að þeir eiga ekki séns í bransanum lengur,“ segir Sigurjón. Það sé þó lán í óláni að þessar ásakanir hafi hrundið af stað vitundarvakningu um að sú hegðun sem menn eins og Spacey og Weinstein hafi sýnt af sér sé óásættanleg. „Ég held að það sé í rauninni lán í óláninu að fólk gerir sér grein því að ef það stígur yfir strikið þá er ekkert aftur snúið. Það er kannski það sem er jákvæðast og sterkast við þetta er það að þetta mun hafa áhrif. Fólk mun hugsa sig tvisvar um. Það eru afleiðingar,“ sagði Sigurjón. Hann bætti þó við að líklega séu ásakanirnar á hendur Spacey, Weinstein og öllum hinum bara dropi í hafið, fleiri ásakanir á hendur fleiri mönnum muni líta dagsins ljós, það sé einungis tímaspursmál. „Ég held að það sé alveg klárt mál að það vita allir að það á margt fleira eftir að koma upp á yfirborðið,“ sagði Sigurjón í samtali við RÚV sem hlusta má á hér.
Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent