Fagna opinni umræðu um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:35 Umræða um kynferðislega áreitni og misbeitingu valds innan listaheimsins hefur verið áberandi síðustu misseri. Vísir/GVA Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag. MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag.
MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00