Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2017 23:46 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. Listinn staðfestir að Weinstein vissi um væntanlegan fréttaflutning af málinu, mánuðum áður en fyrstu fréttir voru birtar. Alls eru 91 einstaklingur á listanum, frægar leikkonur, framleiðendur, fjármálasérfræðingar og aðrir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað í kvikmyndabransanum. Listinn var hluti af herferð Weinstein til þess að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af ásökunum á hendur honum um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Áður hefur komið fram að Weinstein hafi ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Svo virðist sem að njósnararnir hafi nýtt sér þennan lista til þess að reyna að finna upplýsingar um hverjir það væru sem ætluðu sér að stíga fram. Upplýsingunum var svo miðlað til Weinstein og lögfræðinga hans. Listinn var tekinn saman snemma á þessu ári, um níu til tíu mánuðum áður en fyrsta frétt New York Times af ásökunum var birt. Þó virðist sem að njósnarar Weinstein hafi hafið störf löngu fyrir þann tíma en á listanum kemur fram að í febrúar 2016 hafi þeir náð sambandi við eina af þeim konum sem steig fram með ásakanir á hendur Weinstein. Meðal þeirra kvenna sem eru á listanum er Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Þá staðfestir listinn að Weinstein og lögfræðingar hans vissu af því að New York Times væri að vinna frétt vegna ásakana á hendur Weinstein, löngu áður en fréttin birtist, en á listanum er minnst á blaðakonuna sem fór fyrir fréttaflutningi New York Times af málinu Minnst 50 konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. Hann neitar því alfarið að þau kynferðislegu samskipti sem hann átti við konurnar hafi verið án samþykkis þeirra.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38