Frábær endurkoma Warriors, Celtics óstöðvandi │ Myndbönd Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 09:45 Stephen Curry og félagar notuðu reynsluna gegn ungu liði 76ers vísir/getty Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102 NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira
Þrátt fyrir að Ben Simmons hafi spilað besta leik ferils síns fyrir Philadelphia 76ers í gærkvöld dugði það ekki til að sigra meistarana í Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta. 76ers byrjuðu leikinn frábærlega og voru með 22 stiga forskot í hálfleik og virtust hafa pálmann í höndum sér. En það má aldrei afskrifa Warriors. Heimamenn unnu þriðja leikhlutann 47-15 og fóru að lokum með átta stiga sigur, 124-116. Simmons skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry hins vegar með 35 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar og Kevin Durant setti einnig niður 27 stig. Durant hrósaði Simmons mikið í leikslok. „Ég hef aldrei séð neitt honum líkt áður. Hann virkilega spilar leikstjórnandann. Hæð hans og hraði, og þessi styrkur. Það sést að hann er Ástrali, því hann berst vel og fer í hvaða baráttu sem er.“ Boston Celtics vann 15 leikinn í röð þegar Atlanta Hawks kom í heimsókn. Fyrstu tveir leikir tímabilsins töpuðust hjá Celtics, en síðan þá hefur liðið ekki tapað. Þetta er fimmta lengsta sigurganga Celtics í sögu félagsins, fjórum leikjum frá metinu sem liðið setti tímabilið 2008/09. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir Celtics, en liðið komst fyrst í forystu í þriðja leikhluta eftir að hafa verið 16 stigum undir. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Celtics, skoraði 30 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var með frábæra nýtingu í leiknum, hitti 10 af 12 skotum sínum, þar af fimm þriggja stiga körfur, og var með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni. Chris Paul er kominn aftur í lið Houston Rockets og liðið er sjóðandi heitt þessa dagana. Paul skoraði 17 stig og gaf sex stoðsendingar í sínum öðrum leik eftir hnémeiðsli þegar Rockets bar sigurðorð af Memphis Grizzlies 105-83. James Harden var stigahæstur í liðið Rockets með 29 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Clippers - Hornets 87-102 Jazz - Magic 125-85 Warriors - 76ers 124-116 Celtics - Hawks 110-99 Rockets - Grizzlies 105-83 Bucks - Mavericks 79-111 Kings - Trail Blazers 90-102
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Sjá meira