Náttúran öll mun mildari Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 13:00 Björgvin Björgvinsson á sýningu sinni Straumur í Listasafninu í Kouvola. Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, myndlistarmaður og myndlistakennari, hefur búið og starfað í borginni Kouvola í Finnlandi í meira en tuttugu ár. Fyrir skömmu opnaði Björgvin sýningu í listasafni borgarinnar undir heitinu Straumur. Björgvin lærði fyrst hér heima en fór síðan í framhaldsnám til London, Belgrad og loks til Lhati í Finnlandi. Spurður um hvað hann sé að sýna að þessu sinni segir Björgvin það vera ljósmyndaraðir, alls 25 myndir, og allar tengist þær umhverfinu bæði í nágrenni við þar sem hann býr, Norður-Finnlandi og svo er hluti myndanna frá Reykjavík. „Hér áður var ég meira í málverkinu en hef einbeitt mér meira að ljósmyndinni síðustu ár með áherslu á ljóðræna stemningu.“ Björgvin segir titil sýningarinnar vísa einkum í myndir sem hann hefur tekið af ám. „Þetta verða svona hálfgerðar abstraktmyndir þó svo þær séu í raun hlutlægar. En svo eru einnig aðrar myndir sem eru teknar í þokuslæðingi að morgni við ána í Kuusankoski sem er hér skammt frá. Það sem vekur athygli mína í náttúrunni hér í samanburði við heima á Íslandi er að hér er náttúran öll mun mildari. Það er þó mjög fallegt hérna en þá einkum niður við vötnin og árnar og skógurinn býr líka yfir sinni fegurð enda hef ég gert talsvert af því að mynda þar.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björgvin sýnir í Listasafninu í Kouvola en síðast var það fyrir þremur árum. „Þá var ég með sýningu sem ég nefndi Spor og þar var ég að skoða náttúru í mótun, hluti sem breytast sífellt og jafnvel hverfa.“ Björgvin segir að hann kunni vel við sig í þarna í Suðaustur-Finnlandi og að þar sé gott að vera. „Finnarnir eiga vel við mig eins og náttúran hér í kring og svo á ég finnska konu þannig að þetta er allt bara gott og fallegt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira