Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2017 14:27 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45