Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 09:45 Nafn Paul Hewson, eða Bono eins og hann er betur þekktur, má finna í Paradískarskjölunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21