Leitinni er ekki lokið Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 14:30 Ása Nishanthi Magnúsdóttir leitar enn að móður sinni. Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma. Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka til Íslands árið 1985 af breskri móður og íslenskum föður. Á skírnardegi sonar hennar, fyrir sex árum, gaf faðir hennar henni ættleiðingarskjölin og allar götur síðan hefur Ásu langað að vita meira um uppruna sinn og fólkið sitt í Sri Lanka. Fjallað var um Ásu í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið. Saga Ásu er nokkuð mögnuð og hefur hún gengið í gegnum margt. Jacqueline Mary Friðriksdóttir, móðir Ásu, lést úr lungnakrabbameini árið 2013. Sex mánuðum eftir að móðir hennar deyr greindist Ása með eitlakrabbamein og við tók erfið níu mánaða lyfjameðferð. Örskömmu eftir að Ása fékk þau gleðitíðindi að hún væri laus við krabbameinið var pabbi hennar greindur með sama sjúkdóm og á því stigi að hann var ólæknandi.Sumir dagar voru erfiðir fyrir Ásu úti í Sri Lanka.Ása fæddist í Sri Lanka og var sótt í höfuðborg landsins Kólombó en hún flaug út með Sigrúnu Ósk fyrr í þessum mánuði í von um að finna blóðmóður sína. Fyrir rúmum mánuði komst Sri Lanka í heimsfréttirnar og fjölluðu BBC, The Guardian og allir helstu miðlar heims um að maðkur hefði verið í mysunni þegar kom að því hvernig staðið var að ættleiðingum frá landinu á níunda áratugnum. Þá hafi óheiðarlegir milliliðir hagnast og skjöl fölsuð í tengslum við ættleiðingarferlið. Ása hefur alla tíð átt mynd af sér og móður sinni en fór að efast um það hvort konan væri í raun móðir hennar þegar fréttirnar fóru í loftið. Í þættinum á sunnudaginn kom fátt í ljós um blóðmóður Ásu. Leitin gekk einfaldlega ekki upp og keyrði teymið í raun alltaf inn í botnlanga eins og Ása orðaði það sjálf í þættinum. Ása og Sigrún Ósk fóru á hvern fundinn á eftir öðrum og gátu fáir gefið skýr svör um.Myndin umtalaða frá árinu 1985.Blaðamaður frá Sri Lanka telur fullvíst að ættleiðingarskjöl Ásu séu í raun fölsuð og þegar það varð ljóst brotnaði hún niður.Andlega búin á því „Ég bjóst ekki við þessu öllu með skjölin og það er það sem er búið að flækja þetta allt svakalega mikið,“ segir Ása. „Ég er andlega búin á því, ég get bara sagt það. Innst inni í mér var mikil von en ég reyndi svo svakalega að halda aftur af mér. Þetta var svolítið sárt í dag. Það var bara eins og það væru allar götur lokaðar, hver botnlanginn á eftir öðrum. Það sem mér finnst verst að heyra er að blóðmóðir mín er að gefa mig í góðri trú, móðir mín er að ættleiða mig í góðri trú en svo eru svindlarar þarna á milli.“ Ása var stundum í miklum vandræðum með tilfinningar sínar í þættinum. Hún hefur alltaf átt mynd af móður sinni og sér frá árinu 1985 þegar hún var ættleidd. Ása hugsaði stundum í ferlinu hvort þetta væri í raun móðir hennar. „Þetta er hún og ég ætla bara halda áfram að hugsa það. Hver er ég þá? Ef ekkert stenst? Ekki pappírarnir og ekki myndin. Þetta er bara sárt.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum á sunnudaginn en Ása ætlar ekki að gefast upp og áttar sig á því að svona leit getur tekið tíma.
Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira