Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. nóvember 2017 06:15 Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira