"Ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:30 „Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“ Heilsa Hollywood Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“
Heilsa Hollywood Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira