Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2017 06:58 Kevin Spacey segist ekki muna eftir atvikinu en biðst innilegrar afsökunar. Vísir/Getty Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017 Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent