NBA: LeBron James blómstraði í stöðu leikstjórnanda í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 07:00 LeBron James. Vísir/Getty LeBron James fékk að vera leikstjórnandi síns liðs í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Boston Celtics er aðeins að rétta úr kútnum eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum og Los Angeles Clippers hefur unnið fyrstu þrjú leiki tímabilsins.LeBron James var skráður til leiks sem leikstjórnandi í fyrsta sinn frá 2012 þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 119-112 heimasigurs á Chicago Bulls. James stýrir jafnan leik síns liðs en nú var hann settur beint í leikstjórnandahlutverkið frá fyrstu mínútu. James brást ekki því trausti heldur endaði leikinn með 34 stig og 13 stoðsendingar. Leikstjórnendur Cavs, Derrick Rose (ökkli) og Isaiah Thomas (mjöðm) eru meiddir. Þetta var ekki eina breytingin á byrjunarliðinu hjá Tyronne Lue því Dwyane Wade bað hann um að fá að koma inn af bekknum og þjálfarinn varð við því. „Alveg síðan ég var krakki þá hef ég alltaf getað lært allar stöðurnar á vellinum. Það skiptir ekki máli þótt að það sé leikstjórnandi, skotbakvörður, lítill framherji, kraftframherji eða miðherji því ég þekki öll kerfin og veit hvað hver maður á að gera,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Kevin Love var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade kom með 11 stig inn af bekknum. Justin Holiday skoraði mest fyrir Chicago-liðið eða 25 stig en Finninn Lauri Markkanen bætti síðan við 19 stigum og 8 fráköstum. Chicago-liðið skoraði alls sautján þriggja stiga körfur í leiknum þar af nýtti Markkanen fimm af átta skotum sínum. Lauri Markkanen, sem stóð sig svo vel með Finnum á Eurobasket og ekki síst í leiknum á móti Íslandi, varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að skora tíu þrista í fyrstu þremur leikjum sínum í NBA-deildinni.Jaylen Brown skoraði 23 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics vann öruggan 110-89 sigur á New York Knicks. Kyrie Irving var síðan með 20 stig og 7 stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford endaði með 13 stig og 13 fráköst. Boston tapaði tveimur fyrstu leikjunum sínum en hefur nú unnið tvo í röð. Knicks hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu í þremur tilraunum.Blake Griffin skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni með 102-84 heimasigri á Utah Jazz. Griffin var einnig með 9 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Patrick Beverley skoraði 19 stig, þjálfarasonurinn Austin Rivers kom inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Milos Teodosic og var með 16 stig og Jordan tók 18 fráköst og skoraði 11 stig. Clippers-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Victor Oladipo skoraði 28 stig og Cory Joseph bætti við 21 stigi þegar Indiana Pacers vann 130-107 útisigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var síðan með 15 stig og 16 stoðsendingar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir TimberwolvesCJ McCollum skoraði 16 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Portland Trail Blazers vann New Orleans Pelicans 103-93. Damian Lillard og Evan Turner skoruðu báðir 13 stig en Portland hefur unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 2011-12 tímabilið. Pelíkanarnir urðu fyrir áfalli þegar stórstjarnan Anthony Davis meiddist á hné í upphafi leiks en hann spilaði bara í fimm mínútur í leiknum. DeMarcus Cousins var með 39 stig og 13 fráköst en það dugði ekki til.Aaron Gordon setti nýtt persónulegt stigamet þegar hann skoraði 41 stig í 125-121 sigri Orlando Magic á Brooklyn Nets. Gordon tók einnig 12 fráköst og setti niður þriggja stiga skot í lokin sem kom Orlando endanlega yfir í leiknum. Evan Fournier bætti síðan við 28 stigum fyrir Orlando en D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Nets með 27 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Utah Jazz 102-84 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 103-93 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 107-130 Boston Celtics - New York Knicks 110-89 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 119-112 Orlando Magic - Brooklyn Nets 125-121 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
LeBron James fékk að vera leikstjórnandi síns liðs í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Boston Celtics er aðeins að rétta úr kútnum eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum og Los Angeles Clippers hefur unnið fyrstu þrjú leiki tímabilsins.LeBron James var skráður til leiks sem leikstjórnandi í fyrsta sinn frá 2012 þegar hann leiddi Cleveland Cavaliers til 119-112 heimasigurs á Chicago Bulls. James stýrir jafnan leik síns liðs en nú var hann settur beint í leikstjórnandahlutverkið frá fyrstu mínútu. James brást ekki því trausti heldur endaði leikinn með 34 stig og 13 stoðsendingar. Leikstjórnendur Cavs, Derrick Rose (ökkli) og Isaiah Thomas (mjöðm) eru meiddir. Þetta var ekki eina breytingin á byrjunarliðinu hjá Tyronne Lue því Dwyane Wade bað hann um að fá að koma inn af bekknum og þjálfarinn varð við því. „Alveg síðan ég var krakki þá hef ég alltaf getað lært allar stöðurnar á vellinum. Það skiptir ekki máli þótt að það sé leikstjórnandi, skotbakvörður, lítill framherji, kraftframherji eða miðherji því ég þekki öll kerfin og veit hvað hver maður á að gera,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Kevin Love var með 20 stig og 12 fráköst og Dwyane Wade kom með 11 stig inn af bekknum. Justin Holiday skoraði mest fyrir Chicago-liðið eða 25 stig en Finninn Lauri Markkanen bætti síðan við 19 stigum og 8 fráköstum. Chicago-liðið skoraði alls sautján þriggja stiga körfur í leiknum þar af nýtti Markkanen fimm af átta skotum sínum. Lauri Markkanen, sem stóð sig svo vel með Finnum á Eurobasket og ekki síst í leiknum á móti Íslandi, varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að skora tíu þrista í fyrstu þremur leikjum sínum í NBA-deildinni.Jaylen Brown skoraði 23 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics vann öruggan 110-89 sigur á New York Knicks. Kyrie Irving var síðan með 20 stig og 7 stoðsendingar fyrir Boston og Al Horford endaði með 13 stig og 13 fráköst. Boston tapaði tveimur fyrstu leikjunum sínum en hefur nú unnið tvo í röð. Knicks hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu í þremur tilraunum.Blake Griffin skoraði 22 stig þegar Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni með 102-84 heimasigri á Utah Jazz. Griffin var einnig með 9 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Patrick Beverley skoraði 19 stig, þjálfarasonurinn Austin Rivers kom inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Milos Teodosic og var með 16 stig og Jordan tók 18 fráköst og skoraði 11 stig. Clippers-liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu. Victor Oladipo skoraði 28 stig og Cory Joseph bætti við 21 stigi þegar Indiana Pacers vann 130-107 útisigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var síðan með 15 stig og 16 stoðsendingar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir TimberwolvesCJ McCollum skoraði 16 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Portland Trail Blazers vann New Orleans Pelicans 103-93. Damian Lillard og Evan Turner skoruðu báðir 13 stig en Portland hefur unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í fyrsta sinn síðan 2011-12 tímabilið. Pelíkanarnir urðu fyrir áfalli þegar stórstjarnan Anthony Davis meiddist á hné í upphafi leiks en hann spilaði bara í fimm mínútur í leiknum. DeMarcus Cousins var með 39 stig og 13 fráköst en það dugði ekki til.Aaron Gordon setti nýtt persónulegt stigamet þegar hann skoraði 41 stig í 125-121 sigri Orlando Magic á Brooklyn Nets. Gordon tók einnig 12 fráköst og setti niður þriggja stiga skot í lokin sem kom Orlando endanlega yfir í leiknum. Evan Fournier bætti síðan við 28 stigum fyrir Orlando en D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Nets með 27 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Utah Jazz 102-84 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 103-93 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 107-130 Boston Celtics - New York Knicks 110-89 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 119-112 Orlando Magic - Brooklyn Nets 125-121
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira