Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 12:30 Saga þeirra mæðgna er mjög merkileg. „Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira