Samstarfsfólk að fornu og nýju sýnir við Skúlagötuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 10:15 Margrét og Bjarni sýna afrakstur síðustu missera á listasviðinu og minnast með því fornra kynna og samstarfs. Vísir/Ernir Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“ Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jónsdóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19. „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningarrýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hugmynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verkfæri listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og þá á eyðilegging líka auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar. Á þessum dásamlegu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíðróf, það er samstæðiskenning, brúarsmíð milli raun- og hugvísinda.“
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira