Björt tók tillit til sjónarmiða Landsvirkjunar við friðunina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 Þjórsárver hafa verið þrætuepli í hátt í hálfa öld. vísir/vilhelm Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum. Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum.
Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00