Skotárásin í Las Vegas: Skaut öryggisvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 08:52 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Hann skaut sig til bana eftir að myrt 58 manns og sært hundruði í Las Vegas við upphaf mánaðarins. Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem varð skaut 58 manns til bana á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir rúmri viku, skaut öryggsvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti sem staddir voru á svæði hinu megin við götuna frá Mandalay-hótelinu þar sem Paddock var gestur. Hann skaut á mannfjöldann úr herbergi á 32. hæð hótelsins.Lögreglan í Las Vegas hélt blaðamannafund í gærkvöldi. Þar greindi lögreglustjórinn, Joseph Lombardo, frá því að Paddock hafi skotið á öryggisvörðinn þegar sá fór til að kanna hvers vegna hurð nálægt herbergi Paddock væri opin. Paddock hafði komið myndavélum fyrir til að geta fylgst með mannaferðum við herbergi sitt og skaut á öryggisvörðinn þegar hann sá hann nálgast. Öryggisvörðurinn slasaðist en náði þó að láta aðra vita af vopnuðum manninum. Að sögn lögreglunnar skaut Paddock á öryggisvörðinn sex mínútum áður en hann hóf skothríðina á gesti tónlistarhátíðarinnar. Sú skothríð varði svo í tíu mínútur en að henni lokinni skaut Paddock svo sjálfan sig. Lombardo sagði að Paddock hefði falið áform sín um fjöldamorðið í aðdraganda þess. Þar af leiðandi væri erfitt fyrir lögregluna að finna svör við ýmsum spurningum í rannsókninni. „Í samvinnu við atferlissérfræðinga Bandarísku alríkislögreglunnar erum við að draga upp heildstæða mynd af andlegu ástandi Paddock. Eins og er ekki neinn einn einstakur atburður í lífi hans sem við getur leitt okkur áfram,“ sagði Lombardo. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem varð skaut 58 manns til bana á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir rúmri viku, skaut öryggsvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti sem staddir voru á svæði hinu megin við götuna frá Mandalay-hótelinu þar sem Paddock var gestur. Hann skaut á mannfjöldann úr herbergi á 32. hæð hótelsins.Lögreglan í Las Vegas hélt blaðamannafund í gærkvöldi. Þar greindi lögreglustjórinn, Joseph Lombardo, frá því að Paddock hafi skotið á öryggisvörðinn þegar sá fór til að kanna hvers vegna hurð nálægt herbergi Paddock væri opin. Paddock hafði komið myndavélum fyrir til að geta fylgst með mannaferðum við herbergi sitt og skaut á öryggisvörðinn þegar hann sá hann nálgast. Öryggisvörðurinn slasaðist en náði þó að láta aðra vita af vopnuðum manninum. Að sögn lögreglunnar skaut Paddock á öryggisvörðinn sex mínútum áður en hann hóf skothríðina á gesti tónlistarhátíðarinnar. Sú skothríð varði svo í tíu mínútur en að henni lokinni skaut Paddock svo sjálfan sig. Lombardo sagði að Paddock hefði falið áform sín um fjöldamorðið í aðdraganda þess. Þar af leiðandi væri erfitt fyrir lögregluna að finna svör við ýmsum spurningum í rannsókninni. „Í samvinnu við atferlissérfræðinga Bandarísku alríkislögreglunnar erum við að draga upp heildstæða mynd af andlegu ástandi Paddock. Eins og er ekki neinn einn einstakur atburður í lífi hans sem við getur leitt okkur áfram,“ sagði Lombardo.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Aldean minntist fórnarlambanna í Las Vegas með lagi eftir Tom Petty Aldean söng I Won‘t Back Down, lag úr smiðju Pettys heitins, í minningu fórnarlambanna 58 sem létust í skotárásinni. 8. október 2017 14:48
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15