Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2017 15:53 Harvey Weinstein hefur verið rekinn frá The Weinstein Company eftir að ásakanir á hendur honum rötuðu í fjölmiðla. Vísir/Getty „Ég veit að hann hefur áður gert út af við fólk,“ segir ítalska leikkonan og leikstjórinn Asia Argento í umfjöllun tímaritsins The New Yorker um bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Í umfjölluninni segir Argento að Weinstein hefði haft munnmök við hana með valdi. Hún segir þetta hafa átt sér stað fyrir tuttugu árum og hún hafi ekki þorað að bregðast við á þeim tíma af ótta við að Weinstein myndi gera út af við feril hennar og þess vegna hafi hún þagað í tuttugu ár. Umfjöllunin skrifar blaðamaðurinn Ronan Farrow en hann hefur undanfarna tíu mánuði rannsakaði ásakanir á hendur Weinstein. Í umfjölluninni segja 13 konur frá því hvernig Weinstein ýmist áreitti þær kynferðislega eða beitti þær kynferðisofbeldi. Þrjár af þeim segja Weinstein hafa nauðgað þeim. Verst geymda leyndarmál Hollywood Farrow segir sögusagnir af kynferðislegu misferli Weinstein hafa umlukið hann síðastliðin 20 ár. Um hafi verið að ræða verst geymda leyndarmál Hollywood og víðar, en mörgum fjölmiðlum hafi ekki orðið ágengt við að birta umfjöllun um skuggahliðar Weinsteins. Of fáir hafi verið reiðubúnir að ræða málið opinberlega, hvað þá undir nafni og þá hafi Weinstein og aðrir í félagi við hann náð að þagga niður í málinu. Segir Farrow það hafa verið gert með því að láta ásakendur skrifa undir samkomulag sem bundið var trúnaði, peningagreiðslum og hótunum um málsókn. The New York Times fjallaði um ásakanir á hendur Weinstein sem varð til þess að fjórir úr stjórn fyrirtækis hans, The Weinstein Company, sögðu af sér og að Harvey Weinstein var rekinn. „Sagan er hins vegar mun flóknari, og það er margt annað að komast að og skilja,“ skrifar Farrow. Auk þeirra þriggja sem saka Weinstein um nauðgun eru fjórar aðrar sem segja Harvey hafa snert þær gegn þeirra vilja sem flokka megi sem brot. Birta upptöku sem lögreglan komst yfir Þá birtir Farrow upptöku sem lögregluembætti í New York komst yfir árið 2015 þar sem Weinstein viðurkennir að hafa káfað á fyrirsætunni Ambra Battilana Gutierrez. Í upptökunni segir Harvey þetta vera hegðun sem hann er vanur. Fjórar konur til viðbótar sem Farrow ræðir við segja frá samskiptum við Weinstein þar sem hann ýmist beraði sig eða fróaði sér fyrir framan þær. Fundir með ungum leikkonum yfirvarp Sextán fyrrverandi og núverandi starfsmenn Weinstein fyrirtækisins sögðu Farrow frá því að þeir hefðu orðið vitni að eða fengið vitneskju um að óviðeigandi hegðun Weinstein. Lýstu þeir fyrir Farrow hvernig margir af fundum Weinsteins með ungum leikkonum og fyrirsætum hefðu einungis verið yfirvarp og að hann hefði í raun boðað til fundanna til að reyna við þær. Allir sögðu þeir að þessi hegðun hans hefði verið á allra vitorði innan kvikmyndafyrirtækjanna Miramax, sem Harvey starfaði lengi fyrir, og The Weinstein Company. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: "Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
„Ég veit að hann hefur áður gert út af við fólk,“ segir ítalska leikkonan og leikstjórinn Asia Argento í umfjöllun tímaritsins The New Yorker um bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein. Í umfjölluninni segir Argento að Weinstein hefði haft munnmök við hana með valdi. Hún segir þetta hafa átt sér stað fyrir tuttugu árum og hún hafi ekki þorað að bregðast við á þeim tíma af ótta við að Weinstein myndi gera út af við feril hennar og þess vegna hafi hún þagað í tuttugu ár. Umfjöllunin skrifar blaðamaðurinn Ronan Farrow en hann hefur undanfarna tíu mánuði rannsakaði ásakanir á hendur Weinstein. Í umfjölluninni segja 13 konur frá því hvernig Weinstein ýmist áreitti þær kynferðislega eða beitti þær kynferðisofbeldi. Þrjár af þeim segja Weinstein hafa nauðgað þeim. Verst geymda leyndarmál Hollywood Farrow segir sögusagnir af kynferðislegu misferli Weinstein hafa umlukið hann síðastliðin 20 ár. Um hafi verið að ræða verst geymda leyndarmál Hollywood og víðar, en mörgum fjölmiðlum hafi ekki orðið ágengt við að birta umfjöllun um skuggahliðar Weinsteins. Of fáir hafi verið reiðubúnir að ræða málið opinberlega, hvað þá undir nafni og þá hafi Weinstein og aðrir í félagi við hann náð að þagga niður í málinu. Segir Farrow það hafa verið gert með því að láta ásakendur skrifa undir samkomulag sem bundið var trúnaði, peningagreiðslum og hótunum um málsókn. The New York Times fjallaði um ásakanir á hendur Weinstein sem varð til þess að fjórir úr stjórn fyrirtækis hans, The Weinstein Company, sögðu af sér og að Harvey Weinstein var rekinn. „Sagan er hins vegar mun flóknari, og það er margt annað að komast að og skilja,“ skrifar Farrow. Auk þeirra þriggja sem saka Weinstein um nauðgun eru fjórar aðrar sem segja Harvey hafa snert þær gegn þeirra vilja sem flokka megi sem brot. Birta upptöku sem lögreglan komst yfir Þá birtir Farrow upptöku sem lögregluembætti í New York komst yfir árið 2015 þar sem Weinstein viðurkennir að hafa káfað á fyrirsætunni Ambra Battilana Gutierrez. Í upptökunni segir Harvey þetta vera hegðun sem hann er vanur. Fjórar konur til viðbótar sem Farrow ræðir við segja frá samskiptum við Weinstein þar sem hann ýmist beraði sig eða fróaði sér fyrir framan þær. Fundir með ungum leikkonum yfirvarp Sextán fyrrverandi og núverandi starfsmenn Weinstein fyrirtækisins sögðu Farrow frá því að þeir hefðu orðið vitni að eða fengið vitneskju um að óviðeigandi hegðun Weinstein. Lýstu þeir fyrir Farrow hvernig margir af fundum Weinsteins með ungum leikkonum og fyrirsætum hefðu einungis verið yfirvarp og að hann hefði í raun boðað til fundanna til að reyna við þær. Allir sögðu þeir að þessi hegðun hans hefði verið á allra vitorði innan kvikmyndafyrirtækjanna Miramax, sem Harvey starfaði lengi fyrir, og The Weinstein Company.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: "Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: "Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08